149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:09]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég bara harðneita því að ég virði ekki konur. Vegna þess að ég tel — og við vitum það — að í flestöllum tilfellum hafa þessar fóstureyðingar farið fram yfir þennan tíma. Það eru undantekningartilfellin — og að ætla að klína því á mann að bara af því að það séu undantekningartilfelli sé maður með einhverja kvenfyrirlitningu. Það stenst ekki. Það er bara alveg út í hött. Ég vísa því beint til föðurhúsanna.

Ég tel því og stend við það að þegar komið er fram yfir 16. viku séum við ekki að tala um fóstur. Við erum að tala um barn. Við erum að tala um líf. Okkur ber að vernda það, ekki eyða því.