149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[22:02]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að ítreka spurningu mína. Hún hefur greinilega eitthvað misskilist. Hvenær telur hv. þingmaður að fóstur eða ófætt barn öðlist sjálfstæð réttindi, ef hv. þingmaður telur tímamörk yfir höfuð koma til í því samhengi fyrir fæðingu?