149. löggjafarþing — 99. fundur,  3. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[12:00]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Vissulega er um að ræða sjálfsákvörðunarrétt kvenna og við berum sjálfsagt flestöll virðingu fyrir því. Það þarf þá ekki lengur sérfræðinga til að skrifa upp á hvort kona taki ákvörðun eða ekki. En eru það sömu sérfræðingar sem leggja til að við förum með mörkin í 22 vikur. Það finnst mér mjög umhugsunarvert. Í öðru orðinu segjum við að við þurfum ekki á sérfræðingunum að halda. Í hinu orðinu segjum við að við eigum að fara eftir því sem þeir segja. Mér finnst umhugsunarvert af hverju við höldum okkur ekki við þessar 18 vikur sem fyrst var lagt upp með. Hver er ástæðan fyrir því?