149. löggjafarþing — 99. fundur,  3. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[12:07]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég segi já við þessari tillögu. Ég er ekki sammála því að rýmka eigi tímann fram í 22. viku. Eins og lögin hafa verið hefur engri konu á Íslandi verið neitað um fóstureyðingu. Það er hvergi skráð. Það kom sérstaklega fram í umfjöllun nefndarinnar og var sérstaklega spurt um það og það er hvergi skráð að nokkurn tímann hafi nokkurri konu á Íslandi verið neitað um fóstureyðingu.