149. löggjafarþing — 99. fundur,  3. maí 2019.

staðfesting ríkisreiknings 2017.

414. mál
[12:22]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég er á nefndarálitinu um staðfestingu ríkisreiknings. Það er lítið hægt að gera núna, 2019, við ríkisreikning 2017 sem er ámælisvert út af fyrir sig. Ég tek undir allar ábendingar sem koma fram í nefndarálitinu sem eru mjög góðar. Það eru ýmsir vankantar á ríkisreikningi eins og hann er og þess vegna greiði ég ekki atkvæði með staðfestingu ríkisreiknings heldur sit hjá þó að ég taki undir allar ábendingarnar sem koma fram í nefndarálitinu.