149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

um fundarstjórn.

[15:40]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að það sló mig ekkert illa að hv. þm. Óli Björn Kárason bæði um ákveðinn frest til að fara yfir málin. Fyrir mig persónulega skiptir ekki öllu máli hvort við tökum 3. umr. á mánudaginn í næstu viku og atkvæðagreiðslu þá, sérstaklega ef það verður til þess að þeir sem eru mjög hikandi í þessu máli kynni sér betur niðurstöðu nefndarinnar, fari yfir kosti og galla þessa máls og sættist á þau sjónarmið sem liggja fyrir í meirihlutaáliti velferðarnefndar.

Virðulegi forseti. Það er hreinlega ekki hægt að sitja undir ummælum eins og fallið hafa í þessum ræðustól og við getum ekki boðið þjóðinni upp á svona samtal. Það er ekki boðlegt hvernig fólk hefur talað hérna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)