149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:44]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Jú, það var það eina sem ég bað um, að fá ræða málið meira. Meiri hlutinn taldi sig vita betur, taldi að það sem ég vildi fá að ræða væri búið að ræða og þyrfti ekkert að ræða meira. Þess vegna er málið komið hingað í dag.

Það er aftur á móti búið að vera að kvarta og kveina yfir því að ég skuli hafa dirfst, eiginlega, að biðja um þessa umræðu, sem mér er óskiljanlegt. Vegna þess að auðvitað á ég rétt á því að biðja um áframhald umræðu ef ég tel þess þörf. Það á ekki að vera neitt tabú eða eins og ég sé að þæfa málið. Ég bara skil ekki í því að það skuli vera eitthvert „issue“ yfir því að ég skuli hafa beðið um þetta. En mér var neitað og málið komið hingað inn. Þannig að það fer ekkert á milli mála.

Og jú, það voru fáir sérfræðingar þarna inni, en þeir deila líka. Þeir eru ekki sammála.