149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[19:37]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þm. Brynjari Níelssyni fyrir prýðisgóða ræðu. Ég er mjög sammála því um umræðuna sem hann kallaði hér eftir og kom með þessum hætti fyrstur manna inn á, leyfi ég mér að segja, a.m.k. í dag. Ég hef nú fylgst, held ég að ég geti sagt, mjög vel með öllum umræðunum, annaðhvort í þingsalnum eða á skrifstofu minni í sjónvarpinu. Ég kannast ekki við þá djúpu umræðu sem hv. þingmenn Pírata vilja meina að hafi farið fram um þá hluti sem hv. þingmaður kallar hér eftir.

Ég bara brýni hann til þess mikilvæga verks að tala fyrir því í sínum þingflokki, því það er nú ekki búið að kjósa um þetta enn þá og verður ekki gert fyrr en í næstu viku samkvæmt upplýsingum frá forseta. Ég brýni hann til að þingflokkur Sjálfstæðismanna beiti sér fyrir því að þetta fái ígrundaðri skoðun en nú stefnir í.

En ég er kannski (Forseti hringir.) fallinn á tíma, ég fattaði ekki að væri bara ein mínúta, þannig að spurningin kemur í næsta hring.