149. löggjafarþing — 102. fundur,  13. maí 2019.

frestun töku lífeyris.

850. mál
[16:48]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Björn Leví Gunnarsson) (P):

Virðulegi forseti. Á bls. 406 í fjármálaáætlun er mjög áhugavert og fínt markmið um að hlutfall aldraðra sem fresta töku lífeyris fram yfir 67 ára hækki úr 49,3% miðað við árið 2018 í 56% árið 2024 og fram yfir 70 ára fari hlutfallið úr 18,1% upp í 23% árið 2024.

Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, er hámarkið hins vegar sett við 70 ára aldur. Til þess að hægt sé að ná markmiðum fjármálaáætlunar fyrir opinbera starfsmenn um að fleiri fresti töku lífeyris fram yfir 67 ára og 70 ára þarf væntanlega að gera breytingar á þessum lögum. Spurning mín er því mjög einföld: Hvenær hyggst ráðherra leggja fram breytingu á þeim lögum? Ef ekki, hvernig er þá hægt að ná þessum markmiðum?