149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

dagskrá næsta fundar.

[17:09]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Eins og tilkynnt var á síðasta þingfundi hefur forseta borist svohljóðandi dagskrártillaga:

„Undirritaður gerir tillögu um, með vísan til 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að dagskrá næsta fundar verði svohljóðandi“ — og fylgja þau 14 mál sem eru á dagskrá fundarins sem nú var settur að því fyrsta undanskildu.

Forseti spyr: Fallast þingmenn á að það sé nægjanleg skýring á tillögunni eða á ég að lesa upp alla dagskrána eins og hún annars yrði? (Gripið fram í: Þetta er nóg.) Það er sem sagt óbreytt dagskrá að öðru leyti en því að 1. dagskrármálið hverfur af dagskrá ef dagskrártillagan yrði samþykkt.

Undirritaður óskar eftir því að tillaga þessi verði í samræmi við tilvitnaða grein þingskapa borin upp til atkvæða á Alþingi. Undir þetta bréf ritar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.