149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:30]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er dagur vonbrigða. Afgreiðsla þessa máls ber glöggt vitni um vangetu ríkisstjórnarinnar til að sætta ólík sjónarmið. Ríkisstjórnin er búin að bera sig að því að hafa ekki getu til að sætta ólík sjónarmið. Ekkert hefur verið gefið eftir í þessu máli frá því að það kom inn, ekkert þrátt fyrir viðvörunarorð, ekkert þrátt fyrir víðtæka andstöðu meðal þjóðarinnar. Þrátt fyrir töluverða andstöðu innan þings hefur ekkert verið gefið eftir. Þetta ber fyrst og fremst vitni um vangetu til að sætta ólík sjónarmið.