149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[19:05]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og oft áður hafa mál margar hliðar og getur verið svolítið flókið að ákveða í hvaða nefnd mál eigi að fara. Hefðir eru góðar og gildar og eins og hv. þm. Þorsteinn Víglundsson fór yfir eru gild rök fyrir því að þetta mál fari í efnahags- og viðskiptanefnd. En þar sem þingflokkur Framsóknar hefur lagt áherslu á lýðheilsusjónarmið í umfjöllun um þetta mál styðjum við framkomna tillögu hv. þm. Andrésar Jónssonar um að málið gangi til hv. velferðarnefndar.