149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:30]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Fyrst ætla ég að segja: Já, við erum sammála um mörg grundvallaratriði, flest ef ekki öll hér í þessum sal og kannski hefur það einmitt kristallast í umræðunni að við getum farið að vinda okkur í breytingar á auðlindaákvæði í stjórnarskrá, framsalsákvæðinu og fleiru sem skýrir öll þessi mál og svo getum við tryggt okkar yfirráð yfir auðlindunum með afgerandi hætti.

Nei, hv. þingmaður, þvert á móti. Það kom auðvitað fjöldi fræðimanna sem fjölluðu einmitt um og svöruðu aftur og aftur þessari sömu spurningu og sögðu að þetta væru fráleitar vangaveltur. Það væri svo margt, kerfisáætlun, skipulagslög og ýmislegt sem kæmi hreinlega í veg fyrir að hægt væri að taka af okkur þann rétt að ákvarða um innviði. Þannig að nei, ég held að fáum spurningum hafi skýrar og oftar verið svarað en þeirri.