149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:42]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ef hv. þingmaður hefur hlustað á ræðu mína talaði ég einmitt um skyldur og ábyrgð þingmanna sem eru á svimandi háum launum við að kynna sér mál og bera þess vegna ábyrgð á því að halda ekki, alla vega ekki vísvitandi, fram rangindum.

Hvað varðar tveggja stoða lausnina nægir það mér í rauninni — ég get ekki sagt það á 30 sekúndum — að færustu stjórnskipunarsérfræðingar okkar hafa sagt að hún sé fullnægjandi. Nú er ég þannig gerður að ef ég ákveð að keyra austur á land treysti ég bílaframleiðandanum og sest við stýrið og keyri en ég fer ekki ofan í vélarhúddið. Þeir eru búnir að fara yfir þetta með okkur og hafa lýst því að þetta fullnægi þeim kröfum sem við þurfum að gera til tveggja stoða lausna. Sumir af þeim, Skúli Magnússon og Davíð Þór Björgvinsson, hafa meira að segja sagt að þetta gangi skemur en við innleiðingu á tilskipun um fjármálaeftirlit. (IngS: ACER fellur beint undir þriðju stoð Evrópusambandsins.)(Forseti hringir.) Ja, (IngS: Beinustu leið þangað.) gestir okkar hafi bara alls ekki verið sammála þér um það, hv. þm. Inga Sæland.