149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:30]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er auðvitað fyrirvari líka sem felst í skýru orðalagi innleiðingarreglugerðarinnar sem liggur hér til grundvallar þar sem efnisatriðin eru þau sömu og vísað er til í fréttatilkynningunni og í þeirri yfirlýsingu sem var gefin fyrir sameiginlegu EES-nefndinni. Þar er orðaður og áréttaður í innleiðingarreglugerðinni sem hér er verið að innleiða nákvæmlega sá fyrirvari sem hefur verið vísað til.

Ég var að reyna að fletta því upp í pappírunum hvar hann er nákvæmlega. En fyrirvarinn er alveg skýrt orðaður í þessu og ég held að menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af því.