149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:19]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekkert að gleðja þig sérstaklega með því að vera stuttorður en svarið er auðvitað stutt: Nei, hv. þm. Birgir Þórarinsson. Það er enginn hér sem talar fyrir því að við eigum að láta stjórnast af pólitískum ótta. Hvers konar hugmynd er það? Ég er bara að segja, hv. þingmaður, að við erum ekki það barnaleg í mannlegum samskiptum að halda eftir að hafa farið í gegnum þetta ferli — undir m.a. forystu ríkisstjórnar hv. þingmanns og núverandi formanns Miðflokksins, öll meiri háttar skref í þá átt voru tekin þá — að það hafi ekki einhver áhrif á samskipti okkar við aðrar þjóðir, a.m.k. þær sem standa okkur næst og eru í EFTA. Það er það eina sem ég er að segja, hv. þingmaður. Það er annað mál hvort hann óttast það eða ekki.