149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:23]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er merkilegt að hlusta á það að menn ræði töluvert hv. þingmenn sem eru ekki hér í salnum. Svo að ég ætla að taka upp þann sið. Fyrr í dag hélt hv. þingmaður því fram að fyrirvarinn væri í raun og veru yfirlýsing, yfirlýsing íslenskra stjórnvalda, og það sem meira er, hann nefndi einnig að EFTA-ríkin væru með þennan fyrirvara, bara með öðru orðalagi. Ég skil það sem hv. þm. Óli Björn Kárason fer með núna þannig að fyrirvarinn birtist einna helst í því sem stendur í 1. gr. lagafrumvarpsins sem við vorum að ræða áðan, birtist í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Er það fyrirvarinn? Er það stefnan?