149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:15]
Horfa

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er afar sérkennilegt að heyra þetta frá hv. þingmanni. Það þarf ekki annað en að lesa greinargerð frá fræðimanninum Davíð Þór Björgvinssyni til að sjá að hann slær út af borðinu allar röksemdafærslur Miðflokksins í málinu. Þær snúast aðallega um stjórnskipuleg álitaefni. Hann slær á fingur þeirra allra, eins og fleiri fræðimenn.

Þá langar mig að spyrja hv. þingmann, af því að ég hef ekki fengið svör við því enn þá, hvernig hægt sé að vísa svo oft í rök Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árnasonar Hirsts en komast að allt annarri niðurstöðu en þeir. Hvernig notið þið rökin hans gegn niðurstöðum hans?

Ég er raunverulega mjög forvitinn um þetta af því að það stendur að það sé enginn lögfræðilegur vafi á þeirri leið sem við förum, hún sé algjörlega í samræmi við stjórnarskrá. Hann hefur líka sagt að lagalegi fyrirvarinn, ásamt staðfestingu orkumálastjóra ESB, hafi verulega þýðingu. (Forseti hringir.)

Ég fæ ekki séð að hægt sé að nota röksemdafærslu manns gegn niðurstöðu hans til að komast að annarri niðurstöðu, eins og má skilja í minnihlutaáliti utanríkismálanefndar.