149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:25]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þetta er hvorki í fyrsta og alveg örugglega ekki í síðasta skipti sem næturfundur er haldinn og ekkert óvenjulegt við það, allra síst þegar um mikilvægt mál er að ræða. Það er auðvitað skiljanlegt að spurt sé hvenær hugsanlegt sé að þingfundi ljúki. Mér finnst eðlilegt að honum ljúki þegar umræðunni lýkur. Miðað við mælendaskrá og engin andsvör eru það um 90 mínútur, ef ég tel rétt. Það eru sex á mælendaskrá, sumir í fyrstu ræðu, aðrir í annarri ræðu o.s.frv. Það eru 90 mínútur plús andsvör. Menn geta nálgast það með þeim hætti. Svo koma hugsanlega einhverjir fleiri á mælendaskrá og þá lengist fundurinn í samræmi við það. Þetta er ósköp einfalt. Þetta er alltaf og ætíð undir okkur sjálfum komið.