149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:30]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég ætla að byrja á því að nota tækifærið og biðja hæstv. forseta að setja mig á mælendaskrá því að ég á eftir að segja ýmislegt um þetta mál. En af því að einn hv. þingmaður nefndi tímastjórnun áðan þá hvet ég virðulegan forseta til að velta því fyrir sér hvernig tímastjórnun á þinginu er best háttað. Hæstv. forseti hlýtur þó að gera sér grein fyrir því að ætli stjórnarmeirihlutinn sér að reyna að þagga niður umræðu um þetta mál með því að láta hana fara fram í skjóli nætur þá leiði það af sér að menn muni þurfa í dagsbirtu að ítreka eitt og annað sem rætt verður við þær aðstæður. (Gripið fram í.) Svoleiðis að ég ekki aðeins ítreka það sem ég sagði áðan um mikilvægi þess að forseti sé vandur að virðingu sinni og standi við það sem hann segir heldur einnig það að hann hyggi að skynsamlegri tímastjórnun.