149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:27]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Gott að heyra að ég hef skilið hv. þingmann rétt hvað þetta varðar. En það vekur þá upp fleiri spurningar, til að mynda spurningar um hvað valdi í tilfelli þessarar ríkisstjórnar, hvers vegna þessi ríkisstjórn skuli ákveða á þessum tímapunkti að sýna þessa undanlátssemi, ekki hvað síst í ljósi þess að það eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem keyra þetta mál áfram. Lengi vel gaf nú nafn þess flokks ákveðnar vísbendingar um hvar áherslur hans lægju. En nú keyrir sá flokkur áfram mál sem er kannski helst borið uppi af flokkum sem eiga ekki einu sinni aðild að ríkisstjórn og virðast oft á tíðum hafa meiri tryggð við Evrópusambandið en það sem a.m.k. (Forseti hringir.) ég myndi skilgreina sem innanlandshagsmuni. Hvað getur valdið þessu?