149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:19]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessa spurningu frá hv. þingmanni. Þá er komið að sameiginlegri yfirlýsingu Íslands, Noregs og Liechtensteins á fundi EFTA-ríkjanna 8. maí. Þar stendur í textanum sem ég er búinn að vera að lesa og er ítrekað að yrði samtengingu raforkukerfanna komið á í framtíðinni, úrskurði Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, um ágreiningsmál varðandi Ísland en ekki Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER.

Hvað les maður svo í lögfræðiálitsgerð Stefáns og Friðriks?

„Þrátt fyrir að valdið sé þannig formlega hjá ESA er ljóst að ACER mun hafa mikið að segja um efni ákvarðana sem ESA tekur á grundvelli reglugerðarinnar, enda semur ACER drög að ákvörðunum og leggur þau fyrir ESA.“

Hvert er gildi þessarar yfirlýsingar EFTA-ríkjanna þegar maður les þetta í lögfræðilegri álitsgerð sem ríkisstjórnin byggir á? Hvert er gildið? Í besta falli spaugilegt. Ekkert gildi.