149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:34]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Eru fleiri v. þingmenn sem óska eftir því að ræða fundarstjórn forseta? Ef ekki, þá leyfir forseti sér að tilkynna að fyrirhugað er að freista þess að ljúka þessari umræðu. Henni hefur undið fram með ágætum í kvöld. En nú háttar svo til að það eru nokkrir hv. þingmenn eftir á mælendaskrá og vill svo til að þeir eru allir úr sama þingflokki og hafa raunar rætt þetta málefni oft og lengi. Það er rík ástæða til að ætla að botn ætti að geta fengist í umræðuna fyrr en síðar. Það er auðvitað undir hv. þingmönnum sjálfum komið.