149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:15]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Já, ég get alls ekki fallist á að ég sé að endurtaka mig. Ég er búinn að halda eina ræðu í þessu máli. Ef ég hef endurtekið mig í þeirri ræðu verður bara að hafa það. Ég hef meira að segja en ég kem fyrir í einni ræðu. Ég læt ekki bjóða mér upp á að þurfa að heyra að ég sé að endurtaka mig. Það er bara alls ekki rétt.

Ég get líka sagt að í umræðunni, bara núna síðustu klukkutímana og í gærkvöldi, hafa komið fjórar tillögur frá stjórnarliðum um hvar lagalega fyrirvara væri að finna. Að það skuli koma fjórar tillögur frá líklega fjórum mismunandi þingmönnum, ber nú vott um hvað? Góða og vandaða vinnu sem er búið að tala um í næstum hverri einustu ræðu? Það sé búin að vera svo góð og löng og vönduð vinna?

Svo þegar við spyrjum um (Forseti hringir.) lagalega fyrirvarann fáum við fjórar útgáfur frá fjórum þingmönnum. Er ekki ráð að tala svolítið meira um þetta ef þetta kemur upp úr dúrnum?