149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

um fundarstjórn.

[17:32]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M):

Herra forseti. Þingmenn úr fjórum stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi hafa tekið til máls um fundarstjórn eins og hún birtist hér í þessari sérkennilegu og einkennilegu ákvörðun. Mér sýnist að það sé hugsanlegt a.m.k. að þeir gætu orðið fimm stjórnmálaflokkarnir sem andmæla því. Það verða auðvitað að koma fram fullnægjandi skýringar á slíkri ákvörðun. Um leið leyfi ég mér að nefna að ekki hafa komið fram neinar skýringar á því af hverju sagt var úr stóli þingforseta undir miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins síðastliðinn að þingfundur myndi ekki standa langt inn í nóttina, eins og ég held að það hafi verið orðað nákvæmlega. Það er alveg rétt sem var sagt, margir tóku sig af mælendaskrá.

Hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hitti naglann á höfuðið þegar hún (Forseti hringir.) talaði um geðþóttavald. Við getum náttúrlega ekki búið við það hér.