149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:24]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef áhyggjur af því að hv. þingmaður skuli ekki hafa kynnt sér stefnu Evrópusambandsins í orkumálum og lesið t.d. orkustefnu sambandsins, stefnu um orkuskipti, svo dæmi sé tekið. Hvert menn ætla að stefna til ársins 2050, svo dæmi sé tekið.

Í þessu öllu saman kemur nákvæmlega það sama fram. Sú hugmyndafræði sem menn ætla að innleiða hér núna varðandi markmiðin og verkfærin sem lúta að einum sameiginlegum orkumarkaði. Hugmyndafræðin þeirra er sú að þó að þú búir í Þýskalandi getir þú keypt orku í Frakklandi eða Litháen á verði sem er augljóst og uppi á borðinu og að það sé eftirlit með því verði. Að það sé tryggt að engin einokun sé í gangi og það sé samkeppni, samkeppnismarkaður.

Mér finnst mér sérstakt að Vinstri græn séu tilbúin að stuðla að því að íslensk orka fari undir evrópskan samkeppnismarkað.