149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[21:58]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, með mikilli virðingu fyrir þessum fræðimanni, þá fannst mér koma fram hjá honum að það sem myndi gerast ef við myndum senda þetta aftur til baka yrði að Norðmenn yrðu fúlir út í okkur og Evrópusambandið brjálað. En þegar við erum þjóð meðal þjóða þá þurfum við stundum, ekki bara stundum, að taka þær ákvarðanir sem koma Íslandi best. Við þurfum að hugsa fyrst og fremst um Ísland, ekki það hvort Norðmenn yrði kannski ekki á okkur á næstu þremur Norðurlandaþingum eða hvort einhver ákveðinn sérfræðingur eða einhver skrifstofustjóri hjá Evrópusambandinu fari í fýlu við okkur. Við getum ekki látið slíkt stjórna okkur. Þess vegna tek ég undir að mér fannst kjarninn í ræðu þessa góða fræðimanns vera sá að við ættum í sjálfu sér að vera stillt til að móðga ekki Norðmenn og fara ekki í slag við Evrópusambandið.