149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:37]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni svarið. Ég velti fyrir mér hvort hv. þingmaður meti það sem svo að þeir sem harðast ganga fram hvað innleiðingu þriðja orkupakkans varðar núna séu líklegri til að ganga hægt um gleðinnar dyr í innleiðingu fjórða og fimmta pakkans þegar þar að kemur og hvort hv. þingmaður telji einhverjar líkur á að þá, sama hvað kemur fram í þeim ágætu pökkum sem bíða okkar á færibandinu, komi til greina hjá þeim sömu aðilum að nýta heimildir sem við höfum samkvæmt 102. gr. EES-samningsins. Eða telur þingmaðurinn, eins og sá sem hér stendur, að með því að treysta sér ekki til að nýta þá heimild sem er skrifuð inn í samninginn í þessu máli núna séu menn að veikja þá heimild (Forseti hringir.) og draga enn úr líkunum á því að menn bregðist til varna á síðari stigum?