149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[20:10]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni að full efni eru til þess að aflað verði greinargerða, lögfræðilegra álitsgerða þar á meðal, um efni fjórða orkupakkans, þannig að það sé þáttur í undirbúningi og umfjöllun um þetta mál. Sú tilhugsun að það eigi að fara að samþykkja þennan þriðja orkupakka með þann fjórða handan við hornið, óskoðaðan, ógreindan, órýndan, ókrufinn, er svo sannarlega ekki góð tilhugsun og boðar ekki gott. Og svo glittir við sjóndeildarhring í þann fimmta.