149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[20:23]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Já, hv. þingmaður vísaði til reynslunnar frá Noregi. Greinargerð ætti að liggja fyrir um það atriði, þ.e. um viðleitni Norðmanna til að setja fyrirvara við þriðja orkupakkann og hvernig það tókst allt til. Ekki var reynslan af því góð. Það var ekki síst fyrir baráttu norska Verkamannaflokksins, en systurflokki þess flokks hér á Íslandi, Samfylkingunni, var svo mikið kappsmál að samþykkja orkupakkann að hún lýsti yfir stuðningi við málið áður en það var lagt fram á Alþingi, hún samþykkti málið óséð og það sama gerði Viðreisn. Það er sérkennilegt að horfa upp á það með hve gagnrýnislausum hætti þessir aðilar nálgast þetta viðfangsefni. Maður er þó þakklátur fyrir að þessir aðilar séu ekki með neina ríkisstjórnarábyrgð. Vonandi verður það sem lengst.