149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[21:28]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Er þá ekki, hv. þingmaður, mjög undarlegt að við séum ef til vill að stíga skref í þá átt að innleiða hér tilskipanir erlendis frá og opna fyrir frekari innleiðingu — úr orkupakka fjögur þá — á sama tíma og við horfum á orkuna sem okkar framtíðareign? Eign sem við getum nýtt til að bæta hag þegna okkar í stað þess að binda hana, óbeint eða beint, við ákvarðanir sem snúa að allt öðru en hag einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi, þ.e. að geta ráðið því að verð eða notkun sé háð einhverjum duttlungum erlendis frá?

Ég held að mikilvægt sé að við skoðum málið í heild og horfum til framtíðar með það hvernig við viljum nýta og verðleggja okkar orku.