149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[21:35]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er einmitt þetta, hvernig við getum séð orkuverðið fyrir okkur. Við vitum að orkuverð hækkaði með orkupakka eitt og orkupakka tvö. Ég velti fyrir mér hvort hv. þingmaður hafi einhverja hugmynd um það hvernig þróun raforkuverðs verði háttað. Þá er ég að meina bæði í dreifbýli og þéttbýli. Ég hjó eftir því að hann talaði um byggðastefnu og væri áhugavert að heyra hvað hv. þingmaður hefur um það að segja.