149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[22:58]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er svakalega skrýtið, sérstaklega í ljósi þess að Alþingi hefur reglulega fengið ákúrur fyrir að vanda ekki nógu vel til lagasetningar heldur drífa mál í gegn án þess að þau væru fullunnin, en maður skyldi ætla að í svona stóru, umdeildu og mikilvægu hagsmunamáli myndu menn skoða hlutina betur. Það segir í rauninni allt sem segja þarf þegar við berum saman þessa norsku fyrirvara sem við erum þó sammála um — og mér heyrist sem Norðmenn séu almennt komnir inn á líka að ekkert hald sé í, að þeir séu þó margfalt betur unnir að því er virðist en þessir ímynduðu fyrirvarar á Íslandi.

Ég mun fjalla nánar um þetta í næstu ræðu minni sem ég kýs að kalla norsku tenginguna 2, þetta er vinnuheiti á þeirri ræðu, en fyrir vikið verður dálítil bið eftir ræðu minni um tengingu Kýpur (Forseti hringir.) með sæstreng.