149. löggjafarþing — 107. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:51]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að þetta sé alveg hárrétt. Ef Evrópusambandið færi þá leið að beita einhvers konar þvingunum o.s.frv. í þessu myndi það rýra trúverðugleika þess. Í samningagerð sem þessari skiptir traust milli aðila verulega miklu máli og er í raun lykillinn að svona samningsgerð að samningar haldi og menn séu ekki með hótanir um að segja samningnum upp, að hann geti verið í hættu ef menn nýta sér lagalega leið í samningnum. Það er bara fjarstæðukennt að ætla að slíkir hlutir geti gerst. Þá væri einhvers staðar ákvæði í þessum samningi sem segði það, heimild til endurskoðunar og jafnvel uppsagnar (Forseti hringir.) ef ríki færi þvert gegn því sem segir í samningnum. Því er ekki fyrir að fara í þessu þannig að ég tek undir þetta með hv. þingmanni.