149. löggjafarþing — 107. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:04]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að taka þessa umræðu aðeins lengra varðandi Brexit og þá sneypuför sem hér hefur verið nefnd í þessum sal sem Brexit-vegferðin öll hefur verið. Hún var nefnd í samhengi við það ef við myndum vísa því álitamáli sem hér er uppi til sameiginlegu EES-nefndarinnar, að þetta væri sams konar mál, þ.e. útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, og hins vegar það að við myndum vísa þessum stjórnskipulega fyrirvara aftur inn í sameiginlegu EES-nefndina. Mig langar að fá hugleiðingar þingmannsins um það hvort hann telji þetta að einhverju eða öllu leyti sambærilegt.