149. löggjafarþing — 107. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:05]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið og vangaveltur hans í þessum efnum. Í mínum huga, og ég hef sagt það áður, er ekkert að óttast við það að vísa þessu máli til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Ég held að menn sjái að samningurinn sem hefur verið í gildi í 25 ár hefur gengið vel, að samskipti ríkjanna hafa gengið mjög vel hvað þennan samning varðar. Ég held að það sé alveg óhætt að segja. Ef annar aðilinn ætlar að nýta sér þennan lögformlega rétt sem hann hefur í samningnum valdi það einhvers konar uppnámi af hálfu hins aðilans, ég held að það sé bara það sem við köllum hræðsluáróður og ekkert annað.

Hvað Breta varðar, Brexit og þá þrautagöngu er það allt alveg með ólíkindum en sýnir kannski að það er mun erfiðara að komast (Forseti hringir.) út úr Evrópusambandinu en menn grunar.