149. löggjafarþing — 107. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:52]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Þetta eru ótrúlegar tölur. Hér staglast þingmenn á þessu fram og til baka; aukin neytendavernd, hægt að skipta um orkusala. Og svo kemur bara í ljós að það eru örfá heimili í landinu sem nýta sér það vegna þess að ávinningurinn er enginn, það er bara staðreynd.

Við verðum að fara að taka þessa umræðu með þeim hætti að hv. þingmenn geti ekki fullyrt svona hluti án þess að þurfa að svara fyrir það með rökum og upplýsingum. Það erum við Miðflokksmenn að gera og höfum verið málefnalegir hvað það varðar.

En ég er sammála hv. þingmanni að það skortir allt gegnsæi í þessu líka. Raforkureikningarnir eftir innleiðingu þessara orkupakka til heimilanna eru orðnir (Forseti hringir.) alveg ótrúlegur frumskógur. Þetta er orðið nokkrar blaðsíður og er illskiljanlegt. (Forseti hringir.) Það vantar allt sem heitir gegnsæi, t.d. bara í raforkureikningunum.