149. löggjafarþing — 107. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:26]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Þetta leiðir hugann að því sem eru afleiður af þessu. Ef þetta hefur þau áhrif, þ.e. hækkunin á raforkuverðinu, að fyrirtæki í þessum rekstri leggi upp laupana, hvort sem það eru nú bakarar sem hætta að baka brauð eða garðyrkjumenn sem hætta að rækta grænmeti, hefur það þau áhrif að við þurfum samt sem áður að fá vöruna. Er þá svarið við því, eins og Evrópusinnarnir halda, að best sé að flytja þetta inn og þeir sem ekki geta framleitt hér verði þá bara að deyja? Við flytjum þetta bara inn frá Evrópu þar sem markaðurinn er. Hvaða áhrif hefur slíkt á kolefnisspor og hvar á að afla gjaldeyristekna fyrir slíku? Þetta leiðir mann að þeirri hugsun að fólk sjái bara ekki heildarsamhengi hlutanna.