149. löggjafarþing — 107. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[08:40]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Nú háttar svo til að klukkan nálgast óðfluga 9 og þá hefjast fundir í þingnefndum þannig að forseti verður að biðja hv. 3. þm. Suðurk., Birgi Þórarinsson, afsökunar á því að forseti fer fram á að hann fresti því að flytja sína 13. ræðu þar sem við verðum nú að gera hlé á fundi eða fresta og slíta fundi til að ekki skarist nefndarfundir og þingfundir.

Forseti vill þakka starfsfólki Alþingis, sérstaklega fáliðaðri þingfundaskrifstofu, sem hefur þurft að leggja mikið á sig til að þetta fundahald mætti fara hér fram. Hér hefur staðið fundur í rúmar 19 klukkustundir.