149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:59]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Mig langar til að halda aðeins áfram með þá hugleiðingu sem ég var komin inn á hérna áðan um það hvernig vinna á saman og hugmyndafræði um það sem í daglegu tali er kallað CRM. Þar snýst hugmyndafræðin um að komast að niðurstöðu með gagnrýninni hugsun, að viða að sér upplýsingum og reyna síðan að komast að því hvað er rétt, það er ekki í neinum Morfís-stíl eða niðurstaðan um hver hafði á réttu að standa. Ég léti mér það í léttu rúmi liggja ef ég yrði leiðréttur hér varðandi einhverja hluti. Ég yrði þakklátur fyrir það. En ekki er boðið upp á að leiðrétta. Hér er talað í fullyrðingum þegar maður spyr, en maður fær ekki svör við þeim spurningum sem eru hvað áleitnastar og skipta hvað mestu máli.