149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:57]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum aftur fyrir andsvarið. — Ég finn hvað ég skil þig, eins og skáldið sagði. Ég ætla að leyfa mér að taka þessu sem svo að þarna hafi hv. þingmaður verið að ýja að því að við skyldum velta fyrir okkur hvort frestunin svokallaða á stjórnskipunarvandanum væri raunveruleg, jafnvel þótt vilji stæði til. Af því að menn hafa sagt að hér verði ekki lagður neinn sæstrengur nema Alþingi samþykki það — innleiðingin á orkupakka þrjú gerir að verkum að hann verður að þessum fjórða viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og verður þá að þjóðréttarlegri skuldbindingu og í því felst efi fræðimanna, þ.e. þetta verður þjóðréttarleg skuldbinding (Forseti hringir.) sem er landsrétti hærri að lögum eða rétthærri. (Forseti hringir.) Ef einhver álitamál koma upp verður tekið á þeim (Forseti hringir.) samkvæmt lögum EFTA-dómstólsins.