149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:44]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Fyrirvararnir eru að því er virðist fyrst og fremst einn fyrirvari sem gildir um gerð nr. 713, er varðar ACER-stofnunina svokölluðu. Fyrirvarinn virðist ekki gilda fyrir 714 sem tekur á tengingunum. Þar af leiðandi veltir maður fyrir sér hvort þingmenn stjórnarflokkanna hafi gert sér grein fyrir hversu takmarkað gildissvið er þarna á ferðinni.

Eins finnst mér mjög sérstakt að sjá það svart á hvítu í orkupakka fjögur að verið er að uppfæra og breyta reglugerðum 72/2009, 714/2009, og svo er ein gerð 347/2013, já, líklega 347, ég man það ekki alveg, þeim er verið að breyta. Þetta eru nánast allt gerðir sem við erum að fjalla um í dag. Búið er að boða það að þeim eigi að breyta. Búið er að boða að það eigi að uppfæra þær. Hvers vegna vilja þingmenn stjórnarflokkanna ekki fá heildarmyndina á hreint? Hvað er verið að innleiða?