149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:03]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að þetta sé vel mælt hjá hv. þingmanni, það er ástæða fyrir því að þetta ákvæði er þarna inni. Þó að það hafi ekki verið notað í 25 ár er engin ástæða fyrir því að ekki eigi að nota það núna. Það sjá allir. Þetta er lögformleg leið sem hægt er að fara og fæst þá vonandi niðurstaða sem báðir aðilar geta unað við.

Það er náttúrlega grundvallaratriði í allri samningagerð að báðir aðilar séu sáttir, að ekki sé hallað á annan aðila. Og í ljósi þess hve landsmenn hafa miklar áhyggjur af þessu máli og þeirri óeiningu innan samfélagsins sem það varðar að fara þá leið að innleiða þetta (Forseti hringir.) á auðvitað að fara svona leið sem er þá lögformleg og báðir aðilar geta verið sammála um að hægt er að fara.