149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:11]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni. Þrátt fyrir að einhver mistök hafi verið gerð á fyrri stigum innleiðingar þessara mála tel ég það ekki neina afsökun fyrir núverandi stjórnvöld til að standa ekki í ístaðinu. Þvert á móti held ég að núverandi stjórnvöld ættu að hafa metnað og kjark til að leiðrétta það sem þau kunna að telja að hafi verið rangt gert áður. Möguleikinn er þarna. Hv. þingmaður er löglærður en ekki ég og ég spyr: Gæti það flokkast undir sinnuleysi af hálfu stjórnvalda að senda þetta mál ekki til sameiginlegu EES-nefndarinnar?