149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:25]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar til að beina því til hæstv. forseta að fá hæstv. forsætisráðherra Íslands til að hlutast til um það að fresta þessari umræðu og taka hana til gagngerrar endurskoðunar, ekki síst í ljósi þess að ég veit að hæstv. forseti hefur setið hér og hlustað á umræðuna allan tímann og er mjög vel inni í henni. Hann hefur tekið eftir því að hér hafa komið fram mjög málefnaleg og vel studd rök sem dýpkað hafa umræðuna til muna frá því sem var í fyrri umr. um þingsályktunartillöguna. Ég vil biðja hæstv. forseta að beina því til hæstv. forsætisráðherra að fara fram á það að þessu verði frestað og að málið verði tekið til endurskoðunar. Ég held að það væri öllum til góða og ekki síst þeim sem mælt hafa fyrir (Forseti hringir.) þessari aðferð og þessari leið.