149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[21:11]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Sýndarsamkeppni, þetta er ágætisorð. Það mun nefnilega engin raunveruleg samkeppni eiga sér stað á þessum markaði heldur verður ákveðið verð sem verður hið sama fyrir alla. Það er markmiðið, að ekki verði mismunun.

En við hvað miðast þetta? Við á Íslandi eigum auðlindina, við eigum virkjanirnar, við eigum dreifikerfið og getum því boðið viðskiptavininum, okkur sjálfum, verð á raforku sem er eðlilegt miðað við þann kostnað og miðað við að við eigum auðlindirnar sjálf.

En í 1. tölulið 37. gr. þessara sömu tilskipunar, svona til að sýna fram á að fullyrðingar bréfritara eru ekki úr lausu lofti gripnar, segir um skyldur og valdsvið eftirlitsyfirvalds, með leyfi forseta:

„að ákvarða eða samþykkja, í samræmi við gagnsæjar viðmiðanir, gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu eða aðferðafræði þeirra.“

Þetta er þá gjaldskrá fyrir flutning og dreifingu sem miðast við verðið sem á að vera í Evrópubandalaginu.

Ég held að það sé hárrétt hjá hv. þingmanni að þarna er maður sem skrifar af þekkingu og hefur kynnt (Forseti hringir.) sér málin. Á skoðunin sem sett er fram sér ekki bara stoð í frumheimildum?