149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:50]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því þó að stjórnarliðar og fylgitungl þeirra í þessu máli fari í fjölmiðla og kvarti yfir því að við séum að fjalla um þetta mál í ræðustól Alþingis. Ég tel að mjög margt nýtt hafi komið fram síðustu daga í þessu máli og umræðan hefur þroskast langt umfram það sem hún var fyrir nokkrum dægrum. Það eina sem ég sakna er að forsvarsmenn þessa máls séu ekki hér staddir til að svara og koma með innlegg í það sem við erum að benda á og ég beini því til forseta. Það eru fjöldamörg atriði sem við höfum verið að benda á sem ég hef ekki heyrt áður í umræðum um þetta mál.