149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:29]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég held að þetta sé nefnilega lykillinn sem er mjög mikilvægt að hafa í huga, að við erum að kasta frá okkur tækifærum í uppbyggingu hér innan lands með því að greiða fyrir því að orka yrði seld úr landi.

Það er bara mjög mikilvægt að treysta byggð og nýta auðlindir okkar fyrst og fremst innan lands, að mínum dómi. Það skapar atvinnu, það treystir byggðina í landinu o.s.frv. eins og nefnt var hér t.d. með uppbygginguna á Austfjörðum. Þegar við erum að fara að selja orku úr landi erum við búin að gefa þau skilaboð að við lítum ekki svo á að það sé mikilvægara að byggja upp atvinnu hér heima, sem (Forseti hringir.) eru náttúrlega fremur alvarleg skilaboð að mínu mati.