149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[04:05]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Já, ég held að það sé rétt hjá hv. þingmanni að þeir hafi glatað trúverðugleika. Ég held að það sé nokkuð ljóst eftir að hafa bæði tjáð sig um það í ræðu hér á þingi og í riti. Formenn stjórnmálaflokka, eins og hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu fyrir rétt rúmu ári síðan að við ættum ekki að undirgangast sameiginlegt vald í þessum málaflokki, að færa slík völd yfir til Evrópusambandsins, við værum lítil þjóð og ættum að ráða okkur sjálf í þessum efnum. Hann hefur alveg skipt um skoðun. Sama má segja um formann Framsóknarflokksins. Ég held að þetta muni þýða að þessir flokkar þurfa að svara fyrir þetta gagnvart sínu fólki þegar mönnum verður ljóst hversu alvarlegur gjörningurinn er.