149. löggjafarþing — 110. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:40]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þeir komu með álitsgerð, grjótharða álitsgerð. Einstaka menn í umræðum, m.a. hv. þm. Ólafur Ísleifsson, túlkar það út og suður. Þá koma þeir með áréttingu.

Virðulegi forseti. Það er engum vorkunn að lesa þetta. Ég las þetta upp áðan og það er bara útilokað að ég hafi talað svo lágt að hv. þingmaður hafi ekki heyrt það. (Gripið fram í.) Og ef ekki, þá get ég afhent honum þetta. En þetta er líka á alnetinu og allir geta séð þetta. Þarna er farið nákvæmlega yfir alla þá þætti sem hv. þingmaður spyr aftur og aftur um. (Gripið fram í.)

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður verður bara að lesa þessa rúmlega A4-blaðsíðu, hann verður bara að gera það, áður en hann heldur (Forseti hringir.) áfram í þessu máli eins og hann er búinn að gera fram til þessa. (BirgÞ: Málefnalegur ertu, hæstv. ráðherra.)